Álfsnes opnar !!

Í dag kl: 13.00 Sunnudag opnar brautin á Álfsnesi. Jarðýtan hefur verið að störfum um helgina við að slétta og gera brautina klára fyrir sumarið. Dagsmiðar verða til sölu í Esso í Mosfellsbæ. Dagsmiði fyrir 85cc og minni hjól kostar 500 kr. Dagsmiði fyrir 125cc og stærri kostar 1000 kr.  Eftir helgina verða svo seld sumarkort á 14.000 kr 125cc og stærri hjól og 7000 kr. 85cc og minni hjól. Svo er bara að taka höndum saman og passa að allir séu með miða. Peningurinn rennur beint í brautina því er mikilvægt að allir leggist á eitt, ef einhver er að hjóla í brautinni án miða þá er hann raunverulega að hjóla á þinn kostnað. Svo er bara að hafa góða skapið með sér og skemmta sér. Kv. Reynir Jónsson

Skildu eftir svar