Vefmyndavél

Álfsnes – bann við akstri á skotsvæðum

Forsvarsmenn skotfélaganna í nágrenni við okkur á Álfsnesinu voru að hafa samband vegna þess að einhverjir "snillingar" hafa verið að keyra og stökkva á grasbölunum innan girðinganna hjá þeim!!! ÞETTA ER STRANGLEGA BANNAÐ! Vinsamlegast – ef einhver verður vitni að þessu má hann vinsamlegast taka viðkomandi í alvarlegt spjall og uppeldi.

Come on drengir, það minnsta sem við getum gert er að halda okkur inni á eigin svæði og bera virðingu fyrir því sem aðrir eru að reyna að byggja upp. Okkur mun aldrei ganga neitt að fá varanleg svæði ef við högum okkur svona og förum ekki eftir reglum eða sýnum smá skynsemi. (Þarf virkilega að segja mönnum að það megi ekki hjóla í nýræktuðum börðum inni á afgirtu svæði?) Tökum á þessu saman og göngum vel um þarna upp frá.

Kveðja Hrafnkell formaður

Leave a Reply