Vefmyndavél

Townley sigrar !

{mosimage}Fyrsti sigur Ben Townley og KTM í Motocross Grand Prix MX1 varð að veruleika um helgina. Drengurinn keyrði af miklu öryggi og innsiglaði sigurinn með því að ná 2 og 3ja sæti í mótounum tveim.
" Veistu, þegar ég var yngri voru Smets, Coppins og Everts mínar hetjur í sportinu. Í dag sigraði ég þá alla, og það er verulega góð tilfinning. Ég vil þakka KTM, þeir hafa lagt sig alla fram og ég er glaður að færa þeim


fyrsta MX1 sigur þeirra. Þetta voru mjög erfiðar aðstæður og ég varð að
hugsa um það framar öðru að krassa ekki. " sagði Townley eftir
sigurinn.  Pichon á Hondu keyrði rosalega fyrra mótoið og sigraði, en í
því seinna þjáðist hann af armpumpi, krassaði og kláraði sjötti. Það
dugði til að ná öðru sæti overall, og leiðir hann nú heimsmeistaramótið.
Joel Smets á Suzuki varð þriðji over all með að klára 7 – 1. Meistarinn
Everts á Yamaha flaug fram fyrir stýrið á woppsa kaflanum sem hefði betur átt
heima í supercrossbraut í fyrra mótoinu og kláraði það áttundi, en í
því seinna varð hann númer tvö, 6 sek, á eftir Smets.

Staðan var nánar svona:

Moto eitt MX1: 1. Mickael Pichon (Hon); 2. Ben Townley (KTM); 3. Brian
Jorgensen (Yam); 4. Josh Coppins (Hon); 5. Steve Ramon (KTM); 6. James
Noble (Hon); 7. Joel Smets (Suz); 8. Stefan Everts (Yam); 9. Mark
Hucklebridge (Hon); 10. Aaron Bernardez (Hon); 11. Ken De Dijcker
(Hon); 12. Paul Cooper (Hon); 13. Javier Vico Garcia (Hon); 14. Kevin
Strijbos (Suz); 15. Antti Pyrhonen (TM)

Moto tvö MX1: 1. Joel
Smets (Suz); 2. Stefan Everts (Yam); 3. Ben Townley (KTM); 4. Josh
Coppins (Hon); 5. Steve Ramon (KTM); 6. Mickael Pichon (Hon); 7. Javier
Vico Garcia (Hon); 8. Kornel Nemeth (Suz); 9. Kevin Strijbos (Suz); 10.
Antti Pyrhonen (TM); 11. Danny Theybers (Suz); 12. Paul Cooper (Hon);
13. Mark Hucklebridge (Hon); 14. James Noble (Hon); 15. Claudio
Federici (Yam)

MX1 overall: 1. Ben Townley (42); 2. Mickael
Pichon (40); 3. Joel Smets (39); 4. Josh Coppins (36); 5. Stefan Everts
(35); 6. Steve Ramon (32); 7. Javier Vico Garcia (22); 8. James Noble
(22); 9. Mark Hucklebridge (20); 10. Brian Jorgensen (20); 11. Kevin
Strijbos (19); 12. Paul Cooper (18); 13. Antti Pyrhonen (17); 14.
Kornel Nemeth (13); 15. Aaron Bernardez (13)

Staðan í heimsmeistarakeppninni:

1. Mickael Pichon (84); 2. Joel Smets (80); 3. Stefan Everts (80/1); 4.
Ben Townley (78/1); 5. Josh Coppins (61); 6. Kevin Strijbos (48); 7.
Steve Ramon (45); 8. James Noble (45); 9. Paul Cooper (42); 10. Ken De
Dijcker (40); 11. Brian Jorgensen (34); 12. Kornel Nemeth (27); 13.
Danny Theybers (24); 14. Javier Vico Garcia (22); 15. Antti Pyrhonen
(22)

Leave a Reply