Fljótshólar

Ég átti stutt spjall við ábúendur á Fljótshólum um akstur þar á bæ í sumar. Var mér tjáð að það væri búið að taka ákvörðun um að hætta að leyfa mönnum að aka þar. Ástæðan væri fyrst og fremst að þar er hafin tamning á hrossum og fer þetta ekki vel saman. Ég spurði hvort að þetta hefði eitthvað með drenginn að gera sem týndist þar í fyrra, en svo er ekki. Ég bauðst þá til að senda línu inn á Motocross.is um þetta. Kveðja, GATLI.

Skildu eftir svar