FIM World Enduro

Fyrsta og önnur umferð FIM World Enduro var haldin um helgina. Lang hraðasti maður var David Knight á KTM. David keppir í E3 flokknum á KTM 525. Hann var í báðum umferðum með um 2,5 mínútna forskot á næsta mann sem var Marko Tarkkala á KTM, þriðji í E3 eftir báðar umferðir var Alessio Paoli á TM Racing. Það verður rosalegt að

fylgjast með riddaranum hvernig hann flýgur yfir brautina á Klaustri.
Í E2 var það Merriman á Yamaha sem var lang bestur, vann báðar umferðir með yfirburrðum, en næstir komu Samuli Aro og Fbien Planet báðir á KTM.
E1 fór þannig að Ivan Cervantes á KTM sigraði, annar varð Marc Germain á Yamaha og gamli refurin Paul Edmundson á Hondu náði þriðja sætinu.
Svona til upprifjunar þá er E1 fyrir 125 2t og 250 4t hjól, E2 250 2t og 450 4t hjól, svo er E3 fyrir stóru hjólin upp í 500 2t og 650 4t.
{mosimage}

Skildu eftir svar