Everts vinnur 80. GP sigur sinn

{mosimage}
Það var í fyrra mótoinu í MX1 sem Everts á Yamaha innsiglaði áttugasta Grand Prix sigur sinn á ferlinum.  Það var hinns vegar Pichon á Hondu sem náði startinu og hélt forystu í 14 hringi. Hann kvartaði undan að þeir hefðu verið nýbúnir að fá verksmiðjufjöðrunina frá Japan og ekki getað testað eins og hann vildi, og eftir nokkra hringi byrjaði hann að finna fyrir armpumpi, þannig að hann gat varla haldið um
stýrirð. Everts tók fram úr honum og Townley á KTM og Pichon lentu í
hörku baráttu, þar til Townley datt, en hann náði þó að

  taka 3ja sætið.
 
{mosimage}Í seinna mótoinu var það Joel gamli Smets á Suzuki sem gersamlega
hakkaði þetta í sig. Hann sigraði með yfirburðum þrátt fyrir að vera
nýstiginn upp úr miklum veikindum og hnjámeiðslum. Ef hann hefði ekki
dottið í fyrra mótoinu er ómögulegt að segja hvað hefði gerst þar.
Staðan í því seinna var Smets, Pichon og Everts í þriðja. Overall var
því staðan Everts, Pichon , Smets og Townley.

{mosimage}Í MX2 átti Rattray á 
KTM keppnina. Hann klúðraði reyndar startinu í fyrra mótoinu, en enginn
átti svar við hraðanum á honum og það er ljóst að hann er maðurinn sem
menn ætla að reyna að vinna í ár. Rattray sýndi ótrúlegt hugrekki og
vilja eftir að hafa  verið viku á spítala með ígerð í hné, og vann í fyrsta skipti bæði mótoin í Grand Prix keppni. Melotte
á Yamaha sem færði sig niður í MX2 í ár átti í smá basli, en engu að
síður kláraði bæði móto í öðru sæti. Overall varð staðan Rattray,
Melotte, og Sebastien Pourcel á Kawasaki í 3ja.
Nánari úrslit eru hér:

MX1 Fyrra móto: 1. Stefan Everts (Yam); 2. Mickael Pichon (Hon); 3. Ben
Townley (KTM); 4. Ken De Dijcker (Hon); 5. Joel Smets (Suz); 6. Josh
Coppins (Hon); 7. Kevin Strijbos (Suz); 8. Paul Cooper (Hon); 9. Tanel
Leok (Kaw); 10. Karel Nemeth (Suz); 11. Danny Theybers (Suz); 12.
Gordon Crockard (Yam); 13. Yoshi Atsuta (Suz); 14. James Noble (Hon);
15. Pascal Leuret (Hon)

MX1 Seinna móto: 1. Joel Smets (Suz); 2.
Mickael Pichon (Hon); 3. Stefan Everts (Yam); 4. Jonathan Barragan
(KTM); 5. Ben Townley (KTM); 6. Kevin Strijbos (Suz); 7. James Nobles
(Hon); 8. Brian Jorgensen (Yam); 9. Ken De Dijcker (Hon); 10. Paul
Cooper (Hon); 11. Josh Coppins (Hon); 12. Steve Ramon (KTM); 13.
Claudio Federici (Yam); 14. Jussi Vehvilainen (Hon); 15. Pascal Leuret
(Hon)

MX2 Fyrra móto: 1. Tyla Rattray (KTM); 2. Cedric Melotte
(Yam); 3. Andrew McFarlane (Yam); 4. Stephen Sword (Kaw); 5. Antonio
Cairoli (Yam); 6. Sebastien Pourcel (Kaw); 7. Alessio Chiodi (Yam); 8.
Patrick Caps (Hon); 9. Erik Eggens (Hon); 10. Carl Nunn (KTM); 11.
Mickael Maschio (Yam); 12. Anthony Boissiere (Yam); 13. Rui Goncalves
(Yam); 14. Max Nagl (KTM); 15. David Philippaerts (KTM)

MX2 Seinna móto: 1. Tyla Rattray (KTM); 2. Cedric Melotte (Yam); 3. Sebastien
Pourcel (Kaw); 4. Antonio Cairoli (Yam); 5. Mike Brown (Hon); 6. Andrew
McFarlane (Yam); 7. Erik Eggens (Hon); 8. Billy Mackenzie (Yam); 9.
Carl Nunn (KTM); 10. Alessio Chiodi (Yam); 11. Mickael Maschio (Yam);
12. Anthony Boissiere (Yam); 13. Matteo Bonini (Hon); 14. Pierre Renet
(Yam); 15. Rui Goncalves (Yam)

MX1 Heildarstig: 1.
Stefan Everts (45/1win); 2. Mickael Pichon (44); 3. Joel Smets (41); 4.
Ben Townley (36); 5. Ken De Dijcker (30); 6. Kevin Strijbos (29); 7.
Josh Coppins (25); 8. Paul Cooper (24); 9. James Noble (21); 10.
Jonathan Barragan (20); 11. Tanel Leok (17); 12. Brian Jorgensen (14);
13. Danny Theybers (14); 14. Kornel Nemeth (14); 15. Steve Ramon (13)

MX2 Heildarstig: 1. Tyla Rattray (50/1win); 2. Cedric Melotte (44);
3. Sebastien Pourcel (35); 4. Andrew McFarlane (35); 5. Antonio Cairoli
(34); 6. Erik Eggens (26); 7. Alessio Chiodi (25); 8. Carl Nunn (23);
9. Stephen Sword (21); 10. Mickael Maschio (20); 11. Mike Brown (19);
12. Anthony Boissiere (18); 13. Rui Goncalves (14); 14. Billy Mackenzie
(13); 15. Patrick Caps (13)

Skildu eftir svar