Vefmyndavél

Ballið byrjað !!

Jæja,  það er allt í sama anda núna. Nú var að birtast grein í Fjarðarpóstinum með fyrirsögninni " Ljót náttúruspjöll " þar sem verið er að ræða svæðið við Djúpavatnsveginn.  Það er alveg ótrúlegt að menn geri þetta þrátt fyrir að mikill áróður hafi verið hafður uppi um að menn fari varlega og aki ekki

 utan vega. Skiltið góða sem  Umhverfisnefndin og 4×4 settu upp hefur lítinn árangur borið. Trúlega hefur einhver ólæs verið að sanna sig þarna.  Hinns vegar er þetta það sem vefstjóri óttaðist að gerðist þegar menn voru hraktir burtu frá sandbrautunum við Kleifarvatn, þar sem ekkert var hægt að skemma og  sem búið var að fá bráðabirgðaleyfi hjá Grindavíkurbæ til að nota. Svo svona rétt áður en ég tek eitthvað róandi, þá er það pínu harkalegt að gera lítið úr því framtaki sem klúbburinn okkar hefur staðið fyrir, þ.e. skiltunum. Það er ljóst að það fara ekki allir eftir reglum og tilmælum, hvort sem það eru ritsjórar sem eru á leið heim úr vinnu á 90km hraða þar sem má vera á 80 eða menn sem drýgja þaðan af verri glæpi. Við erum að reyna eftir fremsta megni að upplýsa menn og fá þá til að láta af svona hálfvitagangi, en það eru svartir sauðir í öllum sportum, og okkur þykir leiðinlegt að þurfa að hafa nokkra svoleiðis líka.

Leave a Reply