Trial fréttir

{mosimage}
Vegna vaxandi áhuga á Íslandi á Trial eru hér fréttir af Heimsmeistarakeppninni í Trial.
Ellefta umferð var haldin í Belfast um síðustu helgi. Það er Spánverjinn Adam Raga á Gas Gas sem vann öruggan sigur og leiðir nú heimsmeistaramótið örugglega.
Eftir langa ferð til Buenoos Aires kom þessi þrefaldi heimsmeistari til Barcelona þar sem honum var vel 

fagnað, enda Trial stór íþrótt á Spáni og Adam fremstur í íþróttinni um þessar mundir. Á Spáni heilsaði hann upp á fjölskylduna og vini áður en henn fór til Belfast.
Adam er aðeins 22 ára og er að slá í gegn með 3 titlum og 22 innanhússigrum.
Belfastkeppnin var spennandi og strax í fyrsta hring náði Adam forystu
og setti aðeins fótinn niður einu sinni ( í þraut 7 ). Þá voru það
Albert Cabestany á Sherco og Doug
Lampkin á Montesu sem komu næstir.
" Satt að segja get ég ekki beðið um meira, ég hef unnið aftur og það
sannar að ég er í góðu formi núna. Gas Gas TXT300 hjólið virkaði
frábærlega " sagði Adam
Næsta innanhús umferð er á Ibiza og spurning hvort honum takist að halda uppteknum hætti.
Hér eru úrslitin og staðan í heimsmeistarakeppninni:

Úrslit í  Belfast Indoor Trial
1 – Adam Raga (Sp/GAS GAS) 4 points
2 – Albert Cabestany (Sp/Sherco) 9 points
3 – Doug Lampkin (GB/Montesa) 28 points

Indoor World Trial Championship Staðan:
1 – Adam Raga (Sp/GAS GAS) 106 points
2 – Albert Cabestany (Sp/Sherco) 80 points
3 – Jeroni Fajardo (Sp/GAS GAS) 55 points

Skildu eftir svar