Ný Motocross.is síða opnar

Ég vil byrja á að óska öllum til hamingju með nýju síðuna, og þakka Erling Val hjá Zeolite studios , Hákoni og Inga Mcgrath fyrir hjálpina, en Ingi hannaði síðuhausinn. Miklum tíma hefur verið varið í að gera þetta sem best úr garði gert og ósjaldan unnið fram á nótt.
Það sem er nýtt meðal annars er að nú höfum við Spjallkork og Auglýsingakork. Allir sem vilja skoða eða skrifa eitthvað á Spjallkorkinn verða að vera

skráðir notendur. Nýskráningar linkur er í Innskráningarglugganum, og það er von okkar að þar verði skemmtilegar, fjörugar og málefnalegar umræður.
Auglýsingakorkurinn er mjög skemmtilegur. Hann virkar í grunninn þannig að smellt er á „submit ad “ og fyllt inn í formið. Rétt e-mail adressa verður að vera gefin upp, og til að sannprófa það er sendur tölvupóstur með auglýsingunni og staðfestingarlink á auglýsandann þar sem hann smellir á ( eða verður að copera linkinn í vafra, fer eftir póstforritauppsetningu ) til að staðfesta auglýsinguna. Þá á vefstjóri eftir að samþykkja hana
inn og hún verður birt í 60 daga. Þannig komumst við hjá öllu veseni þar sem menn spamma og eyðileggja auglýsingakorka með einhverri vitleysu.
Einnig er á síðunni Leitarvél og nýtt Myndagallery ,flott Skoðanakonnun og líka Tenglasafn þar sem innskráðir notendur geta sent inn tengil sem vefstjóri þarf svo að samþykkja, og margt fleira.
Gamla Motocross síðan verður aðgengileg áfram á linknum hér til vinstri undir Félagið/Gamla Moto……
Einhverjir linkar kunna að verða í ólagi til að byrja með, en það fer fram vinna á næstu dögum við að koma þeim í lag ásamt öðru, og biðjum við alla að sína biðlund á meðan. Eitthvað efni verður kóperað frá gömlu síðunni, en að mestu verður það á gamla staðnum, enda ofboðsleg vinna að ætla að koma öllu í nýja kerfið, þannig að þegar smellt er á einhverja linka gæti verið að gamli vefurinn opnist.
Ég vona að öllum líki breytingin og verði jákvæðir með nýtt útlit, þar sem það er þekkt að allar breytingar leggjast venjulega ekki vel í fólk, en þetta er hluti í þeirri vinnu að bæta torfæruhjólamenninguna og efla félagið með flottum fréttamiðli. Svo hvet ég menn að kíkja sem  oftast inn og gera síðuna að opnunarsíðu, þar sem eins og áður ég stefni að því að vera alltaf með eitthvað nýtt á hverjum degi til að halda vefnum lifandi og skemmtilegum. Ég þakka svo auglýsendum líka fyrir ómetanlegann stuðning.

Keep on smiling 🙂
Guðm. Pétursson vefstjóri.

Skildu eftir svar