Nitro með ungliðakeppnina á Klaustri

Við hérna í Nítró höfum ákveðið að taka að okkur ungliðakeppnina á Klaustri í samvinnu við aðra hressa aðila.
Áhugasamir geta sent okkur tölvupóst á nitro@nitro.is.
Aldursmörk, árgangur 1990 og yngri, einnig geta stelpur (konur ) skráð sig þó svo að þær falli ekki alveg inn í þennan aldursflokk. Keppt verður í 2 flokkum, það er að segja hjól sem hafa framdekk 21” og afdurdekk 18”eða 19” (125cc) eru í

 einum flokk og síðan minni dekk 19” framdekk og minni eða
85cc og minni vélastærðir keppa í sér flokk.
Hefst keppni kl 8:00 um morguninn fyrir minni flokk og hjólað er í 40 mínútur.
Og seinni keppnin hefst kl.9:00 um morguninn og hjólað er í 50 mínútur
Upplýsingar sem þarf að senda eru þessar.

Nafn
Kt.
Sími
E-mail
Hjólategund og vélastærð
Keppt áður. Já eða nei

Veitt verða verðlaun fyrir báða flokka og einnig stráka og stúlkna flokka.
Allir fá þáttökuverðlaun.
Keppnisgjaldið er í lægri kantinum, það era ð segja menn og konur þurfa einungis að koma með góða skapið með sér.

Að lokum vil ég minna á að þessi keppni er skemmtikeppni númer eitt og tvö og þrjú og fjögur og fimm og já já þetta er komið nóg.
Og foreldrar það væri vel þegið að fá smá upplýsingar um ykkur sem eruð tilbúin að aðstoða við keppnishaldið á staðnum.

Kveðja, Haukur

Skildu eftir svar