Vefmyndavél

Juha Salminen vinnur WORCS

{mosimage}Í þriðju umferð World Off-Road Championship Series (WORCS) sem var haldin í Texas um helgina, leit út fyrir að Kurt Caselli KTM myndi vinna sinn annan WORCS sigur á felinum, en liðsfélagi hanns hjá KTM Juha Salminen hafði önnur plön. Eftir slæma byrjun dró Salminen Caselli uppi og náði fyrsta sæti, en Caselli lentí í öðru.
"Ég reyndi að keyra bara fyrir

 mig og á pit borðinu mínu sá ég að ég var að draga á
Kurt allan tímann, stundum 2 sek og stundum 5 sek" sagði Salminen. " En
2 tímar eru langur tími. Ef maður byrjar eins og óður maður missir
maður orku og fer að gera mistök. Tveir tímar er langur tími og maður
verður að hugsa út í það."
Caselli, sem er  enn að reyna að vinna sinn fyrsta WORCS sigur
síðan 2001, var skiljanlega ergilegur. " Ég er  frekar svekktur,  en
Juha Salminen er heimsmeistarinn, ég er viss umað ég hafi lært eitthvað
af þessu, en ég er bara ekki viss hvað það er. Juha ók mjög vel , en ég
varð svolítið þreyttur undir lokin og fór að gera mistök. Fyrir utan
það gekk þetta vel, hjólið var fullkomið og bremsu klossarnir voru
fínir til loka svo að ég get ekki kvartað."

Annar ökumaður setti svip sinn á keppnina, en það var Ty Davis fyrirliði Montclair Yamaha liðsinns. Eftir að hafa unnið Adelanto
Grand Prix kvöldið áður í Californíu, náði hann flugi og lenti í San
Antonio kl 7 á keppnisdagsmorgun. Þá varð hann að skipta um gír þar sem
hann var að keppa í hraðri eyðimerkurkeppni á fjórgengishjóli, og fara
yfir í stanslausa drullu, hjólför og trjádrumba á tvígengishjóli. Þetta
tók hann nokkra hringi, en svo dró hann hvern keppandann af öðrum uppi
og náði síðasta sætinu á pallinum og lauk í þriðja sæti. Lance Smail á
Kawasaki farð í fjórða. Þessir fjórir fyrstu voru allir á 250cc
tvígengishjólum og það var Russel Pearson sem kom fyrsta
fjórgengishjólinu í mark og varð fimmti.

Leave a Reply