Ábending

Það var ekkert hjólaveður við Kleifarvatn í morgun um 11 leitið. Mjög hvasst, rosalegar vindhviður, grenjandi rigning og klaki undir sandinum sem hefur komið eftir síðasta frostakafla gerði þetta lítið spennandi. 
Veðurspáin á morgun er heldur skárri: Suðaustan 8-13 m/s, skýjað og dálítil rigning öðru hverju. Hiti 5 til 8 stig.

Skildu eftir svar