Nick Wey úr leik

Wey fór í aðgerð á hné í fyrradag eftir að hafa meitt sig á löskuðu hnéi sínu
fyrir viku. Ljóst er að hann er dottinn úr leik í AMA SX. Ekki eru nein plön með
að skipta honum út í MDK Motorsports liðinu, og allt
lítur út fyrir að þeir keppi þá bara í 125 flokknum í vesturdeildinni. Wey setur
stefnuna á AMA outdoors motocrossið, þar sem hann ætlar að keppa á Hondu CRF450.
Það er semsagt enn einn motocross ökumaðurinn farinn í hnjánum og það er ljóst
að það að keyra með spelkur minnkar líkur á hnjámeiðslum. Ég hvet alla til að
hugsa út í það.

Skildu eftir svar