Alessi kemur til Evrópu í dag

{mosimage}Ameríski unglingurinn Mike Alessi keppir um næstu helgi í Frakklandi. Þessi
ungi KTM factory ökumaður hlakkar til að geta sýnt hraða sinn í keppni á
móti bestu ökumönnum Evrópu. Spurningin er hvort að þessi stjarna frá USA
geti gert einhverjar rósir á móti bestu Grand Prix Motocross ökumönnunum. Pascal Haudiquert
spurði Alessi nokkura spurninga ….


Mike Alessi

 Þessi ungi jaxl mun taka þátt í No Fear International MX í
Pernes les Fontaines. Hann mun aka 450 KTM og keppir við menn eins og
Mickael Pichon, Ben Townley, Josh Coppins, Yves Demaria, Joel Smets,
Kevin Strijbos, Mickael Maschio og Steve Ramon. Hafandi lent á palli í
AMA keppninni þá verður fróðlegt að sjá hvað hann getur gert við
Evrópskar aðstæður.

Pascal Haudiquert  hitti Alessi og spurði hann örfárra
spurninga.

Sp: Mike, þú hefur keppt í tveim supercrosskeppnum í Evrópu. Hvað
er minnistæðast ?

Sv: Hmmm…..  í þessari röð loftflautur og keðjusagir. Áhorfendur
og aðdáendur í Evrópu eru þeir bestu. Það að fá að hitta Michel
Bayle í Bercy. Hann var uppáhads ökumaðurinn minn. Einnig að fá að
hitta Evrópsku keppendurna, þeir eru fínir gaurar. Auðvitað mun ég
alltaf muna framúraksturinn í Bercy, sigrana í Dortmund og Cardiff og
bílinn sem ég vann ekki í Þýskalandi, missti af honum með einu stigi.

Sp: Hver átti hugmyndina að koma og keppa í Evrópu ?

Sv: Það var mín hugmynd í fyrstu, en svo gerði pabbi áætlun. 
Reyndar var það þegar við komum að sjá Belgíska GP í Neeroeteren á
leið til Austurríkis þar sem við heimsóttum KTM verksmiðjurnar. Þá
sagði ég við pabba að ég vildi taka þátt í svona keppni, og hann
samsinnti því að það væri góð hugmynd. Hann hóf svo að skipuleggja
þetta og setja upp plan.  Við munum taka þátt í  Pernes les
Fontaines (Frakklandi) 27 Feb og svo  Hawkstone Park (Englandi)  6
Mars. Svo komum við í April og verðum með í fyrstu þrem Grand Prix
mótunum Zolder (Belgiu), Bellpuig (Spáni) and Agueda (Portugal). Ég
hlakka verulega til þessara keppna

Sp: Þú hefur aldrei keppt við GP ökumenn, verður þú undir mikilli
pressu ?

Sv: Veistu, mér líkar mjög vel að keppa við Evrópu mennina, þeir
eru mjög góðir og nettir, svo ég á ekki von á að finna fyrir pressu
þegar ég keppi við svona góða ökumenn, og mér líkar líka brautirnar
í Evrópu, ég er hérna til að læra, svo að ég finn ekki fyrir neinum
þrýsting. Ég held að pressan sé á hinum keppendunum, vegna þess hve
ungur ég er og ég held að þeir vilji ekki að 16 ára strákur fari að
vinna þá !

Sp: Hvenær kemurðu og hvaða hjóli keppir þú á ?

Sv: Við munum lenda í Frakklandi 22 feb. ( í dag ), prófa SXS 450
hjóið á miðvikudag og fimmtudag, og svo keppa á sunnudag. Upphaflega
var planið að nota 250F hjólið, en þetta er opinn flokkur og KTM hefur
mjög gott SXS 450 hjól. Maður getur keypt svona hjól út í búð, en
það er samt alveg eins og factory hjól. Bæði Jeff og ég verðum á
þannig hjólum.

Skildu eftir svar