Vefmyndavél

Hjólað í snjóinn

Það að hjólasportið sé bara sumarsport er náttúrulega löngu búið að afsanna. Menn hafa í mörg ár hjólað á ísnum og á harðfenni. Þessi Moto-ski búnaður býður upp á meira flot að framan og hindrar einnig að menn missi framdekkið niður úr harðfenninu og steypist fram fyrir sig.
Svo er það þetta hér sem er kallað SideWinder og lítur vægast sagt vel út. Þetta er kit sem þar sem menn taka framdekkið og skipta því út fyrir skíði, og svo afturgaffallinn og afturdemparann fyrir beltiseiningu með dempara og alles. Gaman væri að heyra ef einhver hefði prófað, eða vissi um verð á þessu apparati. Trúlega gríðarlega skemtilegur möguleiki að hafa uppá að hlaupa.

Leave a Reply