Frá WADA

Nýr listi Alþjóða Lyfjaeftirlitsstofnunarinnar (WADA) yfir efni og aðferðir sem bannað er að nota í íþróttum tekur gildi 1. janúar 2005. ÍSÍ hefur sent listann til allra íþróttafélaga og deilda í landinu til kynningar en einnig til héraðssambanda og sérsambanda. Mjög mikilvægt er að listinn verði kynntur íþróttafólki og öllum þeim sem þurfa starfs síns vegna að kunna skila á þeim lyfjum og aðferðum sem bannað er að nota í tengslum við íþróttaiðkun. Sérstaklega skal athuga að fyrirkomulagi um undanþágur vegna notkunnar lyfja af bannlistanum í lækningaskyni hefur verið breytt. Nú þurfa allir að sækja um undanþágur á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að nálgast á vef ÍSÍ. Þetta þýðir að t.d. íþróttamenn sem nota astmalyf þurfa að sækja um undanþágu fyrir notkun þess, ekki dugir að greina frá því þegar viðkomandi er tekin í lyfjapróf.
Nánari upplýsingar má finna á lyfjavef ÍSÍ 

Með kveðju,
Anna Lilja Sigurðardóttir
Íþróttabandalag Reykjavíkur
annalilja@ibr.is
s. 5353706

Skildu eftir svar