Vefmyndavél

Vefurinn

Vefstjóri er mættur aftur á skerið eftir fríið og með rigninguna og rokið í andlitið fer vefurinn nú að rúlla sinn vanagang aftur. Eitthvað er af uppsöfnuðu efni sem kemur inn á vefinn á næstunni en án þess að ætla að kvelja menn með myndum úr fríinu 😉 …þá gætu einhverjir haft gaman af þessari hér sem ég smellti af einu vígalegasta hjóli sem ég sá í Spánverjalandi. Það voru eldri hjón á þessu apparati, rosalega töff í leðurvestum, og kallinn gráhærður með sítt grátt skegg, tagl og gullkeðjur

Leave a Reply