Fjölskylduferð AÍH til Ólafsvíkur

Þar sem vel tókst til með Fjölskylduferðina fyrir ári síðan, hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn.

Áætlað er að hittast á Ólafsvík þann 2.Október sem er Laugardagur, um kl: 9:00 við Keppnisbraut þeirra Ólafsvíkinga.

Ætlunin er að hafa gaman af og hjóla, taka hádegismatinn og hjóla svo meira, allan daginn, eða þar til menn, konur eða börn, geta bara ekki meira. Vonin er að sem flestir mæti, því fleyri því skemmtilegra.

Takið því frá Laugardaginn 2. Okt. og Sunnudaginn 3. og látið sjá ykkur!

Tekist hefur að verða við ósk þeirra sem kjósa, að fá gistingu yfir aðfaranótt Sunnudags, þ.e. frá Laugardagskvöldi 2. til Sunnudagsmorgun þann 3.Október.

Þeir sem óska eftir gistingu er bent á að hafa samband við Gistiheimilið Háhús í síma 894-9284.

Svo virðist sem þetta sé það eina sem í boði er á Ólafsvík í þetta skiptið. Einnar nætur gisting er verðlögð á 2500kr. pr.mann. Allar nánari upplýsingar um aðstöðu og þ.h. eru gefnar í síma 894-9284 Gistih.Háhús.

Skráning í gistingu þarf að vera lokið fyrir kl: 21:00 á Miðvikudagskvöldið 29. September.

Rétt er að minna á að kaupa þarf dagpassa í brautina, sem seldir eru á bensínstöðinni á Ólafsvík.

Kv.Nikki.

Aksturíþróttafélag Hafnarfjarðar.

Skildu eftir svar