Púkanámskeið á sunnudaginn

MotoXskólinn verður með púkadag næsta sunnudag upp á Álfsnesi. Stendur námskeiðið frá kl. 13.00 – 16.00 og er ætlað fyrir litlu krakkana á mini hjólunum (50cc – 65cc tvígengis og 50cc – 110cc fjórgengis). Púkinn.com verður á staðnum með Macbor minihjól til sýnis. Allir krakkar fá svo Mountain Dew til að svala þorstanum! Verð á hvern púka er 1.500 kr. (1.000 kr. ef þú ert með fleiri en einn). Skráning er á motoxskolinn@motoxskolinn.is. Kv, MotoXskólinn

Skildu eftir svar