KTM ferðin 2004

Um helgina 27. og 28. ágúst verður 6. KTM ferðin farinn. Um er að ræða ferð fyrir KTM eigendur og verður nú haldið á nýjar slóðir. Fyrir þá sem vilja 2 daga ferð er mæting á Selfossi með hjól á kerru kl: 10:00 á föstudagsmorgun. Gist er á VÍK á föstudagskvöld. Þeir sem komast ekki fyrr en á laugardagsmorgun mæta kl: 10:30 á VÍK í Mýrdal. Farinn verður 6-8 tíma ferð á laugardag og gist verður á laugardagskvöld á VÍK. Trússbíll fylgir þeim sem hjóla hringinn og ráðlagt að hafa 10-20 lítra bensín brúsa með í trússbílnum. Grillaðar pylsur í hádeginu á laugardag og svakaleg grillveisla um kvöldið, Chef al´a Katoom reiðir þá fram grill´de Bib Mousse með l´advance kartöflum og roll´ala´fjall á fæti. Farangursleiðangursstjóri og Tour Guide er margfaldi Íslandsmeistarinn Einar Sigurðarson og hefur hann valið leiðina sem er eftir þjóðvegi #1 þar sem áð verður við fornsögulega staði og Einar fræðir hópinn um land og spól. Allar nánari upplýsingar og skráning eru hjá Einari í S: 577-7080 eða á email einar@ktm.is Athugið að max komast 34 í túrinn og er óðum að fyllast.

Skildu eftir svar