Vefmyndavél

James Stewart krýndur AMA 125 meistari

Stewart sem ekur Kawasaki innsiglaði sigur sinn með 137 stiga forystu á Hepler sem getur ekki náð honum að stigum í síðustu 2 keppnunum. Stewart jafnaði líka met RC, sem eru 26 sigrar í 125 flokknum og ef heldur sem horfir þá líkur hann tímabilinu með 28 sigrum á ferlinum í flokknum. RC vann enn og aftur 250 flokkinn, ( þetta er farið að hljóma eins og formúlufréttirnar ) og vantar nú aðeins 7 stig til að innsigla meistaratitilinn og einnig þarf hann bara að vinna 4 moto enn til að ljúka keppnistímabilinu ósigraður í annað sinn á ferlinum. Annar varð svo Chad Reed og þriðji Tortelli sem kemur inn á þvílíkum dampi eftir alvarleg hnémeiðsl sem hafa klúðrað fyrir honum tveim tímabilum, en þetta var í þriðja skipti sem hann kemst á pall eftir þau. Næsta umferð er í Steel City eftir 2 vikur.

Leave a Reply