Fyrsta tímabili MotoXskólans lokið

Það má eiginlega segja að hjá okkur í motocrossinu þá séu áramótin um mánaðarmótin ágúst – september. Þá er motocrosstímabilinu lokið og menn strax farnir að undirbúa næsta season. Umboðin eru farin að taka inn 2005 árgerðir og svokallað „silly season“ hefur göngu sína. Hver verður hvar á næsta ári? Hvaða hjól er best að kaupa? MotoXskólinn er þegar byrjaður að plana næsta tímabil og núna á næstu vikum fær vefurinn nýtt lúkk og markar það upphaf á nýju tímabili (2005) hjá MotoXskólanum. Það eina sem ég get sagt núna er að það verður allt að gerast á næsta ári og enginn ætti að kaupa sér hjól fyrr en hann/hún veit hvað verður að gerast hjá MotoXskólanum á næsta ári. Að lokum vill MotoXskólinn þakka styrktar aðilum sínum á liðnu tímabili sem voru Suzuki, Pukinn.com og Mountain Dew. Takk kærlega fyrir frábært samstarf í sumar.
Kv, Ingi / MotoXskóinn

Skildu eftir svar