Brian Jörgensen til Yamaha

Daninn Jorgensen verður liðsfélagi Everts 2005. Melotte sem keppir með Everts í ár, keppir á næsta ári í MX2. Melotte hefur staðið sig vel á árinu, vann m.a. eina keppni og hefur komist á pall 4 sinnum. Michele Rinaldi liðstjóri vill millifæra þann árangur í MX2 flokkinn og Melotte er klár í slaginn og stefnir helíllur á titil þar 2005, en hann mun aka YZF250. Jörgensen sem kláraði 2003 fjórði og er nú í sjöunda sæti þrátt fyrir nokkur meiðsl segir að þegar menn stefni á heimsmeistaratitil sé eðlilegt að horfa til þess að komast að hjá besta liðinu og fá besta hjólið, og Yamaha liðið sé mjög fagmannlegt á öllum sviðum og styðji sína menn til sigurs af mikilli einlægni.

Skildu eftir svar