Bréf frá keppanda

Geta virkilega hvaða fúskarar sem er haldið bikarmót???

Ég tók stefnuna norður um verslunarmannahelgina eins og svo margir aðrir,
og réði bikarmót/handfangarmót sem var haldið þar í bæ úrslitum um stefnuna.

Til að öðlast meiri reynslu í íslandsmótinu skellti ég mér norður og tók þátt,
en varð fyrir svo miklum vonbrigðum og þar sem ég heirði að ég var ekki einn um það ákvað ég að skrifa bréf sem ég vonast eftir að birtist á vefnum því þetta var skömm fyrir sport á svona mikilli uppleið.

Keppnisgjöldin í þessa keppni voru 5000 eins og í kepnir í íslandsmótinu, sem er í lagi ef keppnishaldið er í lagi (35 keppendur = 175.000)

Brautin var algerlega ekki tilbúinn í keppni ekki grjóthreinsuð, léleg uppstökk og öll í gömlum förum og holum á öllum bremsuköflum,
enginn tímatökubúnaður var til staðar og það var enginn startbúnaður notaður, bara flagg og hvert moto var 8 mínútur + 2 hringir sem er styttra en í íslandsmótinu (15 mín + 2 hringir) og áhorfendasvæðinn alveg ómörkuð og olli það miklum leiðindum á staðnum.
En eftir að það var búið að keyra þessa keppni í gegn kom að verðlaunaafhendingunni og það sló nú öll met í fúskinu, gúmíhandföng fyrir öll sæti í öllum flokkum, Ég stóð í þeirri meiningu að bikarmót væri mót sem teldi ekki stig til íslandsmeistara en væri eins upsett að öllu leiti (eins og td keppnin á Álfsnesi sem var 100% að mínu mati) Svona mót ætti að heita handfangarmót. Ég vona að norðanmenn skammist sín fyrir þessa
frammistöðu og endurgreiði keppnisgjöldin og noti aðgangseirinn til að láta að minstakosti prenta viðurkenningu fyrir mætingu og sæti. Menn eiga ekki að vera að taka að sér að
halda svona keppni ef þeir geta ekki gert það sæmilega og svo væri gaman að vita í hvað keppnisgjaldarpeningurinn fór???

Flest allir sem ég veit um hafa annað að gera um versl. en að láta plata sig í svona rugl.

Pétur Smárason # 35

Skildu eftir svar