Álfsnesið of blautt

Vefstjóri fór í gær upp á Álfsnes og eftir hitatíðina undanfarið hafði maður mestar áhyggjur af ryki, en eftir að hafa þrætt í kring um endalausa polla og drullu var þetta hálf vonlaust á að líta, öll woops full af vatni og pollar fyrir aftan flesta palla. Þar sem klukkan var orðin margt og búið að borga í brautina ákváðu viðstaddir ( ca. 10 hjól ) að gera gott úr hlutunum og úr varð einhver enduroakstur, þar sem sumstaðar var ekki hjá því komist að fara rétt út fyrir braut. Það sem átti sumsé að koma fram var að Álfsnesið er of blautt til að hjóla á því þessa daganna.

Skildu eftir svar