Þessir útlendingar…

Ekki í fyrsta skiptið sem Svíi veldur fjaðrafoki á Íslandi, verið deilur um þá frá þeim tíma þegar Ísland var hernumið, ýmist af Svíum eða Norðmönnum.

En ég vidil aðeins benda Guðjóni á aðþegar hann vitnar í ÍSÍ þá talar hann um 7. grein í reglum ÍSÍ um móta- og keppnisreglur, en þar segir:“ … Útlendingi er heimil þátttaka í Íslandsmeistaramóti í flokkaíþróttum en í þátttökurétt í Íslandsmeistaramóti í einstaklingsíþrótt öðlast erlendur ríkisborgari ekki fyrr eftir en a.m.k. þriggja ára samfellda búsetu hérlendi. Viðkomandi einstaklingur verður að vera félagí innan ÍSÍ.“

En eftir samtal við aðila á skrifstofu ÍSÍ er mér sagt sérsambönd geta sett sér sínar eigin reglur alveg óháð þessu. Svo að það er ljóst að MSÍ getur sett sér sínar eigin reglu. ÍSÍ setti þessa reglu einungis til að takast á við vandan ef sérsambandið fjallið ekki um það í sínum eigin reglum (hefur aðeins verið gripið til þess varðandi tennis að því mér skilst). MSÍ reglurnar taka ekki á þessu vandamáli en þar sem MSÍ er ekki aðili að ÍSÍ þá ná ÍSÍ reglur ekki yfir Íslandsmeistaramótið sem er keppti í undir reglum MSÍ.

Við þurfum sérsamband innan ÍSÍ og síðan setum við reglurnar. En þá finnst mér nær að við skoðum hvað menn eru að gera í nágrannalöndum okkar, t.d. hvernig er þessu háttað í Svíþjóð þar sem SVEMO ræður ríkjum og er án efa stærsta og öflugasta sérsambandið á Norðurlöndunum og ACU sem stjórnar breska meistaramótinu, en það er eitt sem er eitt elsta samband í heimi (þeir sjá um breska meistaramótið í motocross sem margir segja að komi á eftir GP og AMA motocrossinu að styrkleika.). Við skulum frekar fylgja nágrönnum í okkar sporti en einhverjum fimleikamönnum eða skautafólki, sem er eflaust hið ágætasta fólk.

Kveðja

Kjartan

Skildu eftir svar