Smets hættir vegna meiðsla

Fimm faldi heimsmeistarinn  Joel Smets verður nú að hætta að keppa fyrir Suzuki á  RM-Z450 í MX1, vegna skurðaðgerðar sem hann verður að fara í á hægra hné. Smets hefur átt í erfiðleikum með hnéð síðan hann slasaði sig í byrjun tímabilsins og milli keppna hefur hann verið að eiga við bólgur og verki, sem hafa orðið verri síðustu vikur.
Það lítur út fyrir að Smets haldi áfram að keppa fyrir Suzuki á næsta ári í MX1 og vinna í þróun  RM-Z450, sem á að fara í fjöldaframleiðslu síðar á þessu ári.

Skildu eftir svar