Skráningar- og félagakerfi mótorhjólaklúbbanna tekið í notkun

Skráningar og félagakerfi mótorhjólaklúbbana er hér með tekið í notkun. Hér geta menn skráð sig í alla mótorhjólaklúbba á landinu og borgað félagsgjöld. Keppnisnúmer eru fengin í kerfinu þó svo nokkra næstu daga virðist sem að mörg góð númer séu laus þá er alls ekki svo og verður það lagað á næstu dögum þegar félagalistar annarra félaga verða uppfærðir. Skráning í allar keppnir í Íslandsmóti auk nokkurra bikarmóta fer einnig fram í gegnum kerfið. Skráning hefst nú í fyrstu Endúrókeppni ársins auk annarra keppna. Langbest er fyrir skipuleggjendur mótanna að greitt sé með kreditkorti. Kerfið er sjálfvirkt og mun upphæðin takast út af kortinu um leið og umsókn er staðfest. þeir sem millifæra fá upplýsingar á skjáinn hjá sér um hvaða reikning á að millifæra á og leiðbeiningar um tilvísunarnúmer. Hægt er að skrá sig í allar keppnir ársins eða eina í einu. Til að geta keppt í Íslandsmótinu í motocrossi eða enduro þurfa menn að vera félagsbundnir í einn af klúbbunum sem eru listaðir upp í kerfinu.
Skráning er þá hafin í endurokeppnina við Leirtjörn 12 júní og henni lýkur á miðvikudagskvöld kl 23.59

Skildu eftir svar