Vefmyndavél

RC sigrar og setur met

Ricky Carmichael náði um helgina þeim sögulega árangri að vinna keppni númer 100 ef taldar eru bæði AMA MX og SX keppnissigrar kappans.
“ Þetta er ótrúlegt“, sagði RC „mér hefur ekki einu sinni dreymt um að vinna 100 keppnir, það er næstum of ótrúlegt. Mjög margir hafa hjálpað mér að ná þessum árangri.“
„Það að missa af SX tímabilinu var mjög gott fyrir mig. Það sýndi mér hversu mikið ég hef saknað þess að keppa, það er frábært að vera kominn aftur og ég skemmti mér betur en nokkru sinni fyrr.“
RC vann bæði mótoin, Reed lauk 2/2 og Windham 3/3.
Í 125 flokknum var Stewart fyrstur 1/1, Helper annar 3/3 og Brown fjórði 2/12.

Leave a Reply