Kvennaflokkur í motocross

Undirrituð var að lesa í gegnum fréttirnar á motocross.is og rak augun í grein um keppnina á Akureyri siðustu helgi. Í þessari grein frá motocrossnefnd þar sem farið var yfir keppnina og hver flokkur fyrir sig tekin og sundurliðaður. Allt frá 80cc fl. Upp í A fl. Þó tókst mér ekki að finna kvennaflokkinn. Ég veit að við erum fáar en við erum ekki ósýnilegar, er það?

En okkur langaði aðeins að bæta úr því og segja frá því sem gerðist hjá okkur.

Í þetta skiptið vorum við fjórar stelpurnar sem tókum þátt, því ein ný hefur bæst í hópin og heitir hún Karern og er 12 ára. Hún keyrir fyrir hönd Team Green. Flokkurinn var keyrður með 80cc fl. því eins og 125cc flokkurinn vorum vorum við ekki nógu margar til að keyra sér.

Það var hart barist innbyrðis og munaði oft litlu. Ég varð sjálf fyrir því óhappi að bræða úr hjólinu í fyrsta motoi og varð því ljóst að Aníta og Heiða kæmu til með að berjast um 1. sætið. Aníta ók af miklu öryggi og kom fyrst í mark í báðum motoum og var vel að sigrinum komin. Heiða varð önnur, og ég (Sara) í því þriðja. Og langar mig að koma um leið fram þökkum til Gulla litla, en hann lánaði mér hjólið sitt svo ég gæti allavega reynt að stela stigi frá stelpunumJ

Mikil fjölgun hefur átt sér stað innan sportsins og er þar engin undantekning með stelpurnar. Okkur er stöðugt að fjölga og erum við nú um 5 sem stundum skólan hjá honum Inga. Þar fyrir utan eru svo nokkrar sem eru að hjóla reglulega sem við vitum af. Mörgum finnst þetta kanski ekki stór tala, en við erum alveg í skýjunum yfir því hversu ?margar? við erum. Því á sama tíma í fyrra vissum við af okkur þrem (Team Nikita) og svo ekkert meir. Við hvorki heyrðum af, né sáum fleiri stelpur.

Núna erum við sífellt að frétta af áhugasömum stelpum/konum sem langar að koma sér í sportið og eru með hugann við leit af hjóli.

Okkar draumur er að keyrður verði sér kvennaflokkur næsta sumar þar sem við komum ekki til með að falla inn í hópinn heldur verðum við aðeins sýnilegri og vonandi þá þora fleiri stelpur að taka af skarið og ?joina? okkur, eins og maður segir á slæmri íslensku og skelli sér í keppnir, því þótt það endi oft öðruvísi þá er aðal málið að vera með og hafa gaman af þessu.

Með sumarkveðju og von um gott hjólasumar

f.h. Team Nikita
Sara Ómars

Skildu eftir svar