Keppnin á Klaustri

Vefstjóri er rétt að fá mátt í puttana aftur eftir helgina 😉  og þótti rétt að fara aðeins yfir hvernig þetta endaði á Klaustri. Knight og Jones á KTM voru í algerum sérflokki og voru þeir einu sem náðu 17 hringjum. Það var svosem löngu ljóst að þeir myndu vinna þegar þeir kláruðu þann sextánda, en það var svo gaman hjá Knight að hann fór einn „skemmtihring“ finnst að klukkan var ekki orðinn 18.00. Þegar 1 hringur var eftir voru Frisk og Brent á Suzuki í 2 sæti, 10 sek á undan Einari og Sala á KTM sem voru í 3ja, fjórðu voru þá Reynir og Ragnar á Honda. Spennan var mikil, en Sala keyrði af miklu öryggi og náði 2 sæti 1,11 mín á undan Ragga og Reyni sem stungu sér í 3 sæti og urðu þannig númer 1 af íslensku liðunum, en Frisk og Brent urðu að sætta sig við fjórða sæti 34 sek á eftir R+R. Af íslendingunum urðu svo Gunnlaugur og Valdimar í öðru og Bjarni Bærings og Jóhannes í 3ja.

Svo voru það ofurmennin sem keyrðu einir: Sölvi Árnason á 13 hringjum í 1 sæti, Pétur Smárason á 12 hringjum í öðru og Ágúst Már Viggóson á 11 hringjum í 3ja.

Þakka góða helgi. Guðm.P.

Skildu eftir svar