Platan selst þokkalega

Vefurinn hafði samband við Heimi Barðasson pönk idol og spurðist fyrir um hvernig salan á stimpilhringja diskinum gengi. Sagði hann að 130 diskar hafa verið seldir en þá á eftir að athuga hvað selst hefur í þeim 10 verslunum sem diskinum var dreift í.  Miðað við Dr. Gunnar þá eru Stimpilhringirnir fjórða besta plata ársins á undan Hljómum.

Sagði hann þetta vera að skríða á núllið fljótlega þannig að allir diskar sem seljast héðan af koma til með að renna beint til VÍK.  Vefurinn hætti að pikka en það var mikill vaðall á Heimi.  37 mínútum síðar náði Heimir jarðsambandi og vefurinn gat slitið viðtalinu.

Skildu eftir svar