Mikið fjör á Chefs

Það var gífurlegt fjör á Supercrossinu í kvöld á Chefs.  Enginn smá akstur á Chad reed Yamaha manni eins og Bubbi segir vá…  En varðandi framhaldið u.þ.b. 20 manns mættu til að horfa á Supercrossið.  Margir þeirra voru í yngri kantinum semsagt framtíðar ökunaglar landsins.

Það er hálf aumkunarvert að þurfa að bjóðu ungum mönnum að koma á vínveitingastað til að horfa á bestu menn heims stunda íþróttina okkar.  Er ekki einhver þarna úti sem gæti haft hag af því að bjóða okkur eldri og þessum drengjum að horfa á Supercrossið á tjaldi.  Þetta er líkt og að mæta á félagsfund þar sem menn hittast og skiptast á skoðunum.  Þetta myndi tvímælalaust þjappa mönnum saman.  Eru ekki einhver umboð sem hafa áhuga á þessu.  Gaman væri að fá viðbrögð frá ykkur. Kv Þór Þorsteinsson

Skildu eftir svar