Ís-akstur

Afturdekk með 600 tréskrúfum

Þór Þorsteins sendi vefnum grein um ís-akstur og fjallar þar um þær hættur sem fylgja slíkum akstri.

Ég fór á ísinn um hátíðarnar. Þar voru u.m.þ.b. 20 hjól. Menn hittust og skiptust á skoðunum. Ísaksturinn brúar bilið á milli hausts og vors, þannig að menn detti ekki alveg úr öllum hjólagír.

Haukur var með nýja KXF 250cc four stroke og leifði mönnum að prufa. Þvílík græja.

Það er vert umhugsunar efni sem við hjólamenn þurfum að hugleiða. Oft er talað um að birgja brunninn áður enn barnið dettur ofan í hann. Ég held tvímælalaust að það eigi við í þessu efni. Við ísaksturinn eru menn annað hvort á Trellleborg nöglum eða á þar tilgerðum  skrúfudekkjum með allt að 600 skrúfur í afturdekkinu. Menn eru að ná allt að 100 km hraða. Oftast eru menn að keyra í miklu návígi, í beygjum eru menn yfirleitt á miklu spóli (sérstaklega Trelleborginn). Því má líkja dekkinu sem keðjusög á miklum snúning. Skrúfurnar eru smíðar til að borast inn í timbur og eru því flugbeittar og oddhvassar. Það er því mín skoðun að menn þyrftu að setja einhverjar reglur eins og að hafa sjálfvirkan ádrepara þegar menn detta af hjólinu og jafnvel skerma(bretti) sem fylgja dekkinu og hylja allt að 50% af dekkinu. Maður vill ekki hugsa þá hugsun til enda ef svona dekk færi á spóli á 80 km hraða yfir andlit eða löpp.

600 flugbeittar skrúfur. Ímyndið ykkur þetta á 80 km hraða í spóli

Vona að menn hugleiði þetta. Nú er lag fyrir mótorhjólabúðirnar að bjóða ádrepara og bretti fyrir hjólamenn.

Þór Þorsteinsson

Skildu eftir svar