Í kjölfar fréttarinnar í DV

Í kjölfar fréttarinnar í DV sem getið er hér að neðan finnst mér rétt að vekja máls á eftirfarandi.  Mikið hefur breyst sl 10 ár í hjólabransanum. Hundruðir Íslendinga stunda vélhjólaakstur (enduro og MX).  Íþróttin veltir hundruðum milljóna á ári, ásókn í hálendisferðir hefur aukist, tugir þáttakenda eru í hverri keppni og svo framvegis.

Þegar íþróttin verður svona stór fer að myndast áður óþekkt pólitískt umhverfi í kringum hana og ábyrgð sem getur verið jafnt jákvæð sem neikvæð. Það sem ég á við er að við erum að verða mun sýnilegri í þjóðfélaginu og getur það verið við mis skemmtileg tilefni eins og dæmið úr DV sýnir þar sem mislyndismenn eru á óviðeigandi hátt tengdir við íþróttina okkar.

Ég þekki ekki til hlítar hvernig þessum málum er háttað innan VÍK en ég vil brýna mikilvægi þess fyrir stjórn VIK og félagsmönnum að við eigum okkur formlegan talsmann sem getur brugðist við slíkum uppákomum á viðeigandi hátt.

Það eru til margir framtakssamir menn og konur í mótorhjólasportinu sem geta haldið uppi málsvörn fyrir íþróttina en mér finnst etv að við svona tækifæri þurfi að vera til taks fulltrúi samtakanna sem getur tekið á svona málum í fjölmiðlum á skipulagðan hátt. Ekki þarf mikið til að æsifréttamenn komist í feitt. Hvað með ef einhver slasast í keppni? Hvað með ef krakki handleggsbrýtur sig í keppni? Sannarlega matur í æsifrétt! Hvað ef menn valda gróðurspjöllum? Það liggur í augum uppi að við þurfum að eiga okkur svaramann sem getur á skipulagðan hátt haldið utan um umræður um hluti sem miður fara í félagsskap okkar og kunna að ná inn í fjölmiðla.

Einnig þurfum við að eiga okkur rödd þegar við gerum eitthvað jákvætt, sem er jú langoftast þannig. Við erum orðin það stór og svo mikið í húfi að við þurfum að axla þessa nýju ábyrgð og ber ég því fram þessa litlu tillögu um talsmann VÍK. Það er svo félagsskaparins að fjalla um málið og taka næstu skref.   

4

Skildu eftir svar