Nýtt félag í Garðabæ?

Nokkrir áhugasamir aðilar vilja kanna hvort áhugi sé fyrir því að stofna vélhjólafélag í Garðabæ. Umrætt félag yrði stofnað sem íþróttafélag til þess að vinna að því í samráði við bæjaryfirvöld í Garðabæ að fá úthlutað æfingasvæði sem gæti þjónað öllum aldursflokkum en þó einkum þeim yngri. Varðandi æfingasvæði er sérstaklega horft til fyrirhugaðs byggingarlands í nánd við Garðarholt. Áhugasamir eru beðnir um senda vefpóst á veffangið jh@isl.is með nafni, kt. og símanúmeri. Kveðja Jóhann Halldórsson

Skildu eftir svar