Jólapakkinn í ár

Vefurinn mun bjóða öllum verslunum að setja saman jólatilboð. Þann 12 desember verða síðan öll tilboðin (jólapakkarnir) birtir hér á vefnum.

Skilyrðin eru þau að hver verslun bjóði að hámarki upp á 3 mismunandi jólapakka og að í hverjum jólapakka séu vörur sem eru / verða til í versluninni fyrir 24 desember og um leið aðgengilegir undir jólatréið.

Verslunum verður gefið það pláss sem þarf til að kynna jólapakkana. Ef verslun kýs að setja saman fleiri en eina vöru í einn jólapakka þá er ekki heimilt að birta sundurliðun á verðum. Einungis er heimilt að birta heildarverð jólapakkans ásamt upplýsingum um hversu mikill afsláttur er veittur (ef veittur) frá almennu útsöluverði.

Það er von vefsins að flestar verslanir sjái sér fært að setja saman einhverja jólapakka og senda vefnum. Upplýsingar verða að berast fyrir 12 desember. Ekki verður tekið við neinum upplýsingum eftir þann tíma.

Skildu eftir svar