Fréttatilkynning frá Nítró

Jæja þetta mjakast hjá okkur. Erum loks búin að skrifa undir samninga við Kawasaki, Husaberg, Rieju (skellinöðrur) og fl. aðila.
Fyrir þá sem ekki vita þá erum við staðsett að Járnhálsi 2 og opnum þar 220 fm. verslun með mótorhjól, varahluti og fatnað. Einnig verðum við með stóran sýningarsal fyrir notuð hjól og verkstæði verður sett upp eftir áramót.

Hjólin eru að fara í skip, c.a. 15-20 hjól í fyrstu sendingu af ýmsum gerðum og þar af eru nýju 250F hjólin frá Kawasaki, en eftirspurnin eftir þeim er mikil. Fáum við 5 hjól með fyrstu sendingun og næstu síðan fljótlega eftir áramót.

Unnið er að gerð heimasíðu og verður slóðin www.nitro.is.

Formleg opnun verslunarinnar verður 20. desember ef allt gengur eftir og bjóðum við öllum hjólamönnum og öðrum velkomna. Nánar auglýst síðar.

Að sjálfsögðu mun Nítró verða með keppnislið, bæði Kawasaki og Husaberg. Áhugasamir keppnismenn endilega hafið samband. Ein hugmyndin fyrir sumarið er að halda fjórhjólakeppni og einnig stefnum við að léttum uppákomum fyrir skellinöðrueigendur.

Við viljum þakka Yamaha mönnum fyrir frábært hjólasumar, góðan stuðning og stemmningu. Kveðja, Haukur og Tedda

Skildu eftir svar