Vinnukvöld á Álfsnesi

Jæja konur og menn motocross nefndin og nokkrir aðrir góðir félagsmenn hafa unnið hörðum höndum við uppbyggingu brautarinnar á Álfsnesi. Nú eru komnir 14 pallar í brautina og beygjur hafa verið lagaðar og endurbættar. Vill motocrossnefndin þakka sérstaklega þeim Viggó (eldri) fyrir ótakmörkuðu greiðvikni til handa mótorhjóla mönnum, einnig viljum við þakka Svenna pípara og Víði Ívarssyni sérstaklega en þeir komu báðir með beltavélar(gröfur) og unnu í brautinni.

En betur má ef duga skal, í kvöld á að moka niður dekk, viljum við fá alla sem vetlingi valda til að mæta. Ætlunin er að hver maður grafi niður 20 dekk. Þeir sem koma verða að koma með skóflu með sér. Mæting er kl. 18.00 í Álfsnesi. Motocrossnefnd

Skildu eftir svar