Vefmyndavél

Meira frá Ólafsfirði

Vefnum barst eftirfarandi frétt en sendanda láðist að geta uppruna hennar.  Þó svo hún komi akstursíþróttum ekkert við þá er hún birt til gamans til hliðsjónar við ævintýri Ólafsfirðinga fyrir nokkrum vikum.

Verktaka meinað að kaupa sprengiefni
Árni Helgason, verktaki í Ólafsfirði, hefur flutt lögheimili sitt úr bænum eftir að sýslumaðurinn þar lét innsigla tóman sprengiefnagám hans. Sýslumaður hefur synjað verktakanum um kaup á sprengiefni.

Strangar reglur gilda um meðferð sprengiefnis og eftir að stolið var nokkur hundruð kílóum af dínamíti í nágrenni Reykjavíkur fyrr í sumar hefur eftirlitið verið hert. Árni Helgason, sem er stór verktaki og vinnur mikið fyrir vegagerðina á Norðurlandi, hefur sumar meðal annars unnið að hitaveituframkvæmdum við Akureyri. Sýslumaðurinn í Ólafsfirði hefur nú synjað Árna um kaupaleyfi fyrir sprengiefni sem Árni segir að hafi tafið verk fyrirtækis síns um allt að einn mánuð.

Ástríður Grímsdóttir sýslumaður staðfestir að hún hafi innsiglað sprengiefnagám Árna, sem ekki fullnægi skilyrðum. Árni Helgasogn sagði í samtali við fréttastofuna að sýslumaður sjái ekki út fyrir lagabókstafinn og geri ekki greinarmun á varanlegri og færanlegri geymslu. Sjálfur eyði ekki tíma sínum í vitleysu, hann vilji vinnufrið og eftir að sýslumaður hafði innsiglað gáminn, eftir að tekið hafi verið úr honum þau tvö kíló af sprengiefni sem þar voru og hafi tvísynjað honum um kaupaleyfi fyrir sprengiefni hafi hann flutt lögheimili sitt til Akureyrar. Þar hafi hann fengið tilskilin leyfi til kaupa á sprengiefni enda hafi hann aðgang að varanlegri geymslu þar.

Greinileg stífni er í máli þessu og talverðir hagsmunir í húfi og hafa bæjaryfirvöld greinilega áhyggjur. Þau hafa reyndar óskað eftir fundi með sýslumanni á morgun af öðru tilefni en þetta mál kemur þar ugglaust til umræðu.

Leave a Reply