Honda árum á undan Yamaha!

Á fréttasíðu motocross.is er tilkynning frá Arctic-Trucks þar sem því er haldið fram að þeir sem umboðsaðilar Yamaha séu fyrstir til að bjóða lán á mótorhjól. Þetta er EKKI RÉTT! Við hjá Berhard ehf / Honda höfum útvegað lán á mótorhjól frá því fyrir 1998! Lánshlutfall hefur verið allt að 70% og lánstími allt að 48 mánuðir. Okkur þykir undarlegt og miður að Yamaha umboðið skuli fara með svona rangfærslur í fjölmiðla þar sem við höfum auglýst opinberlega reglulega lánamöguleika á Honda hjólum frá því fyrir 1998. Öll samkeppni er þó af hinu góða og með heiðarleika að leiðarljósi munum við hjá Honda halda áfram að leita bestu leiða til fjármögnunar og þjónustu fyrir okkar viðskiptavini nú sem fyrr.
Hlynur Björn Pálmason, söludeild Honda.

Skildu eftir svar