Vefmyndavél

Vélhjólasport á RÚV

Í kvöld kl: 23:55 er þátturinn Vélhjólasport á dagskrá Sjónvarpsins. Sýnt verður frá fyrstu umferð Íslandsmótsins í Moto Cross sem fram fór á glæsilegri braut við Ólafsvík á laugardaginn.

Sýnt verður lítillega frá unglingaflokki en meistaraflokki og B flokki gerð góð skil.  Þátturinn er 20 mínútur af adrenalíni og spennu en gesta þulur er Ingi McGrath of the North.

Vélhjólasport er endursýnt á laugardaginn eftir tímatökur í Formula 1 kappakstrinum.

Leave a Reply