Rennblautir feðgar

Vefurinn hefur verið að fá fréttir af því að Karl Gunnlaugsson hafi verið að taka myndir við árbakkann ásamt nokkrum mömmum, meðan á keppninni í Baldursdeild stóð.  Aðspurður sagði hann mæðrunum að ef sonur sinn lendir í einhverjum vandræðum þá verður hann að bjarga sér sjálfur.  Hann væri sko ekki mættur þarna til að hjálpa honum.

Fréttir hafa síðan hermt að stuttu síðar hafi Gunnlaugur Karlsson komið á fleygi ferð og flogið á hausinn ofan í ánni.  Áður en menn vissu af þá flaug myndavélin upp í loft, einhver mamman greip vélina og Karl fórnaði sér beint út í á.  Í öllum æsingnum féll hann víst flatur, á bólakaf.

Vefurinn náði samband við Karl Gunnlaugsson en hann var staddur á öðru hundraðinu á M1 í Bretlandi.  Jú rétt, hann lét víst einhver orð falla um að hann ætlaði ekki að fórna sér.  Jú rétt, hann stökk af stað og hann datt á hnén og varð blautur upp á brjóst.

Vefurinn hafði einnig frétt af því að einhver mamman hafi tekið myndavélina hans og reynt að taka myndir af þessu.  Staðfesti Karl að upptakan hefði tekist að hluta.

Skildu eftir svar