júní 2003

24.06.03 …að menn fái engan afslátt hjá kónginu nema bugta sig og sýna virðingu þegar þeir mæta honum.

22.06.03 … að járnstaur hafi verið notaður í drumbakastinum á Svínahirðinum 2003…

… að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist.

…að Big Red hafi unnið karlaflokkinn, Freyr unglingaflokkinn og Jonna
kvennaflokkinn.

… að Hrafnhildur hafi verið eini keppandinn í Breikdanskeppninni.

…að aðrir keppendur hafi ekki komist á svið vegna ölvunnar.

… að Viggó eldri hafi rennt fyrir lax í Rangá, en án árangurs.

… að Árni hafi breyst í Ali G í gula Suzuki gallanum.

… að Þorri hafi unnið Mýbitskeppnina með 67 bit.

… að fundist hafi 13.487 mýflugur í Ecolinernum hjá Þorra.

… að Steini sé orðinn gamall og þreyttur og hafi farið að sofa kl. 11.

… að Heiddi sé líka gamall, en ekki jafn þreyttur, þó hann hafi sofnað fyrr en hann vildi.

… að Torfi eigi einstaka myndir frá kvöldinu sem hægt sé að selja á góðan
pening.

… að Grettir hafi ekki lagt í Svínahirðirinn 2003 og flúið á Nasa.

… að hann hafi ekki komist á séns á Nasa þar sem svo margar Mýflugur eltu hann.

… að Unnur hafi tekið að sér gítarspilið þar sem Steini var sofnaður.

… að Gunnar Örn hafi líka reynt að slá í gegn á gítarinn.

… að hann hafi bara spilað hálf lög, þar sem hann mundi ekki meira.

… að Gunnar Örn hafi sigrað músíktilraunir fyrir langa löngu með Soðinni fiðlu.

… að Skemmtinefndin ætli að senda Gunnar Örn á upprifjunnar námskeið fyrir næstu útilegu þar sem Steini er orðinn svo kvöld (og morgun) svæfur.

22.06.03 …að gerð var tilraun til að vekja menn á Svínahirðinum.

…að tilraunin var gerð um miðja nótt.

…að sjálfboðaliðarnir andmældu aldrei tilrauninni.

…að úrtakið var „Íslenskir karlmenn, á aldrinum 21-40, sofandi á víðavangi“

…að notaðir voru startkaplar til að vekja menn.

…að bíllinn varð rafmagnslaus áður en nokkur vaknaði.

22.06.03 …að þar sem Einar hafi farið strax af keppnissvæðinu í Svínhaga hafi Viggó fengið sumarhúsalóðina frá Gretti hinum góða.

…að þetta séu óstaðfestar fréttir. að Gulli sonur Kalla sé að verða eins og pabbi sinn: Ég var fyrstur allveg þangað til að ???

…að Varði og Einar Sverris hafi ekki fengið leyfi keppnisstjóra til að fara af keppnissvæðinu og þess vegna misst verðlaunin sín.

…að Einar Sverris hafi mætt of seint í keppnina vegna þess að hann er afi.

…að Gas Gas mótorhjól þoli að TM tjald velti yfir þau án þess að detta á hliðina.

…að 20 manns hafi þurft til að velta TM tjaldinu til baka

…að Suzukiliðið þurfi að fjárfesta í gulum sólgleraugum og smá keðjubútum á nýja liðsgallann til að fullkomna gjörninginn.

20.06.03 …að landeigandi Svínhaga muni veita aukaverðlaun fyrir fyrsta sæti overall.

…að aukaverðlaunin eru ekki af verri endanum, sumarbústaðaland í landi Grettis.

18.06.03 …að keppandinn sem ráfaði um Stokkseyri, leitandi að Hellu var Ishmael.

…að eina kennileitið sem hann fann var Litla Hraun

…að eina ástæðan fyrir því að Ishmael er ekki vanur að týnast er sú að hann nær að hanga í rassinum á sér fremri mönnum.

…að Bjarni, vinur Stefáns Briem er ekki svo lukkulegur.

…að Bjarni er því ávallt kallaður Bjarni týndi.

12.06.03 …að liðsmenn Prentsýn liðsins hafi verði að æfa síðustu helgi með misgóðum árangri.

…að meðlimir Prentsýn liðsins séu með samtals tíu sauma eftir síðustu helgi.

…að Bingo (81) þurfi að notast við vinstri næstu vikuna.

12.06.03 …að sést hafi til Ragga á slysó.

12.06.03 …að Einar hafi pantað tennis tíma

…að í ljós hafi komið að hann er með tennis olnboga

…að þetta sé ástæðan fyrir því að hann hafi ekki gefið í botn á Ólafsvík

…að Doctor Brynjólfur hafi sprautað í liðinn

…að nú verði aftur full gjöf

…að Kjartan Klaustri sé á leið í Klaustur

…að Klaustrið sé í sveitum Wales

…að það sé í Llandrindod

…að þar fari fram Wales 2 Days

…að Kjartan keppi í skellinöðru flokki

…að hann sé orðin mjööööööööög stressaður

…að menn séu varaðir við böðum í heitum lækjum

…að þar geti leynst ýmsar örveirur

12.06.03 …að Bjarni Bærings hafi náð „Holesjotti“ á fleiri stöðum en í Ólafsvík!

10.06.03 …að það séu engin hjól í gámnum fyrir utan KTM Ísland.

…að í gámnum sé bara eitthvað drasl.

06.06.03 …að það sé 40 feta gámur fyrir utan KTM Ísland.

…að það komist mörg hjól fyrir í einum 40 feta gámi.

…að Kalli sé búinn að vera tala um að panta racer týpuna af KTM til Íslands með hjólasendingu

…að eitthvað sé í gámnum sem tengist hjólasporti, eða hvað?

06.06.03 …að Bjarni Bærings sé orðinn fréttaritari á icemoto.com

…að hann ætli að hætta með Supersport og snúa sér alfarið að icemoto.com

…að hann ætli að vinna verðlaunin virkasti mótocrossfréttamaðurinn árið 2003

06.06.03 …að enn sé snjór á hálendinu

…að sumum gangi betur en öðrum í snjó og krapa

…að þegar 6 appelsínur ein sítróna og orgel koma saman sé gaman

…að nota hafi þurft japanska spottan

…að draga hafi þurft orgelið upp úr skurði

…að sölustjórinn í orgel búðinni hafi farið lengra ofan í skurðin

…að mönnum hafi þótt mikið gaman

…að 1 hestafl hafi grillað hópinn

…að gullsmiður í Hafnarfirði framleiði nú skúlptúr listaverk

…að það sé aðeins vegna ofreynslis riðu

…að flugmenn kunni ekki slóða kurteisi

…að Lucky hafi verið Lucky

…að ævintýrinn verði að sækja

06.06.03 …að glóðvolgur Supersport hafi verið frumsýndur í gærkvöldi

…að þar hafi allir verið glóðvolgir

…að B Bærings sé sá „glóðvolgasti“

…að vonandi lifi í glóðunum fram eftir sumri

…að Ólafvík sé aflýst

…að Raggi glóðvolgi sé búinn að hirða alla bikarana

04.06.03 …að Maggi Bess sé með stærri upphandlegg en Mikki „Matsjó“

…að Mikki „Matsjó“ sé þó með flottan 6-pack!!!

…að mottó Gatla sé „be the flottest“

…að Kalli „spæjó“ KTM laumist á allar frumsýningar

…að Hjörtur Líklegur geti brosað

…að Húskvarna merkið á Hirti sé ekki tattó – hann á bara svo marga svona boli

…að Reynir ætli að skila fullu húsi í sumar

…að skv. Ragga geta hinir gleymt því að keppa í sumar, Raggi hirði allt sem í boði verður

…að fyrsti þáttur SUPERSPORT verði frumsýndur annað kvöld…!!!???!!!

Skildu eftir svar