40+ flokkur

Keppnisstjóri hafði samband við vefinn og sagði að einhver misskilningur væri meðal manna varðand 40+ flokkinn og Lávarðardeild.  Til að taka af allan vafa þá er hér um tvo flokka að ræða.

Keppni í Lávarðadeild fer fram samhliða Baldursdeild.  Hvert ár gefur keppanda 30sek forgjöf þannig að 45 ára fær 2,5mín í forgjöf á 40 ára keppanda og 55 ára keppandi hefur 7,5 mín í forgjöf.

Keppni í 40+ flokknum fer fram samhliða Meistaradeild.  Einungis þeir sem skrá sig í Meistaradeild og eru 40 ára eða eldri eru sjálfkrafa skráðir í þennan flokk.

Sagði keppnisstjóri að brautin væri næstum tilbúin.  Eftir er að gera smá breytingar af kröfu landeiganda og út frá öryggissjónarmiðum.  Brautin er um 15 km. löng og gerir Hjörtur ráð fyrir að hröðustu menn fari hana á 18-21 mínútu.

Sagðist Hjörtur hafa áhyggjur af miklum hraða en inn á milli eru erfiðar brekkur, hliðarhalli og fleira góðgæti til að draga úr hraðanum.

Skildu eftir svar