Sýsli vs. Mótorhjól

Grein úr mogganum

VÍR menn vilja koma því á framfæri að ekki er komið leyfi frá Sýslumanni og Broadstreat brautin því ekki opin.  Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu og fjallar hún um stofnun VÍR og leyfisveitingu Bæjarráðs Reykjanesbæjar.  Leyfi Bæjarráðs gildir til 17 október 2005.
Mál þetta, þ.e. leyfi til aksturs á Broadstreat er búið að hanga í lausu lofti í um 2 ár.  Aldrei hefur staðið á bæjaryfirvöldum (landeiganda) en sýslumaður, eða fulltrúi sýslumanns á Reykjanesi virðist eiga erfitt með að veita leyfi af einhverjum ástæðum.  Er það synd, þar sem vélhjóla íþróttafélög í öðrum bæjarfélögum hafa aldrei verið í vandræðum eftir að leyfi landeiganda liggur fyrir.  Sýslumenn um allt land veita leyfi fyrir akstursíþróttakeppnum, brautum og æfingasvæðum.  Í dag er til fjöldinn allur af brautum víðsvegar um landið og ásamt því þá eru haldnar á annan tug motocross, enduro og íscross keppna á ári.

Vefurinn þakkar þeim sýslumönnum sem eru starfandi norðan og austan við 64 01.623N og 022 06.692W.  Án þeirra, þá væri þessi íþrótt stunduð í bakgörðum íbúa en ekki á afmörkuðum, til þess gerðum brautum.
Vefurinn er ekki lögfróður en kemst ekki hjá því að sjá smá skynsemi í að smala hjólunum úr fjöllunum og inn á afmarkaðan sandkassa.

GM

Skildu eftir svar