Vefmyndavél

Stuðningur frá Siv

Á frumsýningarhátíð Bílabúðar Benna á Cannondale síðastliðinn mánuð lýsti Siv Friðleifsdóttir ráðherra yfir fullum stuðningi við okkur torfæruökumenn í baráttunni fyrir úthlutuðu æfingasvæði.
Vefurinn hefur orðið þess áskynja eftir áreiðanlegum heimildum að hún hafi ekki bara verið að blása í götótta blöðru. Hefur hún talað máli okkar við hina ýmsu stjórnmálamenn / bæjarfulltrúa og með sama áframhaldi mun framganga hennar vera okkur ómetanleg.
Út frá, þó ekki væri nema umhverfissjónarmiðum, þá munu lömbin koma sjálfviljug af fjöllum og inn á lokað, viðurkennt æfingasvæði.

Leave a Reply