Vefmyndavél

Nuddari og Reikimeistari

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson er nýlega kominn til landsins eftir tveggja ára nám erlendis.  Námið snerist um djúp-vöðva og bandvefsnudd ásamt liðlosunum.  Er hann að koma sér fyrir hérna á Íslandi í rólegheitunum.
Til viðbótar við námið erlendis afrekaði hann að æsa upp fulltrúa sýslumanns ásamt lögregluembættið í Keflavík í apríl í fyrra þegar lögreglan hóf aðgerðir í Gullbringusýslu og stöðvaði allar bifreiðir með hjól á kerru.  Nokkrum mánuðum síðar mætti hann hinsvegar til Íslands og bað fulltrúa sýslumanns persónulega afsökunar.  „Reddaði“ skriflegu leyfi fyrir akstri í motocross braut VÍR manna og kom boltanum aftur af stað fyrir Suðurnesjamenn.
Aðspurður um ástæður fyrir náminu sagði hann, að til viðbótar við áhuga á efninu þá væri hann búinn að slasast mikið í gegnum tíðina og að sér hefði ekki fundist nuddarar gera það sem hann þurfti á að halda hverju sinni.
Eftir eitt óhappið og endurhæfingu í kjölfarið þá ákvað hann að láta verða af náminu.
Er hann því sestur hinum meginn við borðið og segir að reynsla sín af því að hafa handleggsbrotnað, viðbeinsbrotnað nokkrum sinnum, fótbrotnað, rifbeinsbrotnað, úlnliðsbrotnað, slitið liðbönd og þar á meðal öll þrjú liðböndin í öxlinni á sama tíma ásamt fleirum meiðslum.  Gengið í gegnum stífar endurhæfingar til að geta sest sem fyrst aftur upp á hjólið og tekið þátt í æfingum og keppnum.  Þá geri þetta hann næmari fyrir sjúklingnum.  Segir hann að hann hafi miklu meiri tilfinningu fyrir því hvernig tilfinning sjúklingsins er og reynsla sín af hjólamennskunni og sínum eigin slysum nýtist að fullu.
Hægt er að ná sambandi við Jóhanns Tryggva í síma 848-5338.

Leave a Reply