Vefmyndavél

Miklar breytingar

Ótrúlegur fjöldi hefur nú þegar breytt keppnisnúmeri sínu.  Margir sem voru með tveggja stafa númer fengu sér þriggja stafa númer og þeir sem voru með hærri númer voru ekki lengi að grípa tækifærið og fá sér lægri númer.
Sumum er nákvæmlega sama hvaða númer þeir eru með.  Sumir vilja fá eins lág númer og hægt er og aðrir einhver flott númer eða númer sem hafa einhverja merkingu.  Allar samstæður, 222, 333, 444… 999 eru teknar.   Husaberg eigandi er líklega kominn með 501, flugstjóri með 757.  KTM eigendur eru komnir með 520 og 525.  450, 440, 500, 300 og 200 eru einnig gengin út.  Enn eru tæplega 800 númer á lausu en skiptimarkaðnum lokar á hádegi á sunnudaginn.

Leave a Reply