Cannondale LOKAR??

Það mun braka í íslenskum keppnisliðum og mörgum keppendum við þessa frétt.  Tímaritið Racer X komst að því að Cannondale mótorhjóla deildin væri að renna sitt skeið.  Fyrirtækið lokaði verksmiðjunum í Bedford og Bethel í Pennsylvaníu fyrir tveimur dögum ásamt reiðhjóla framleiðslunni sem kemur úr þessum verksmiðjum.  Hið metnaðarfulla mótorhjóla verkefni hefur verið vandamál fyrir Cannondale frá upphafi þó svo þeim hafi orðið ágengt undanfarið, sérstaklega varðandi fjórhjólin.  Svo virðist sem þónokkrir nátengdir fyrirtækinu hafi laumað því til fjölmiðla að Cannondale hafi ekki náð að greiða út laun þessa vikuna.  Efni fréttarinnar er unnið af www.racerxill.com

Skildu eftir svar